Einar Þorsteinsson, formaður Borgarráðs, segir frá því í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að málefni nýrrar þjóðarhallar verði rædd á fundi borgarráðs í dag.

Þar standi til að skipa starfshóp um málefni nýrrar þjóðarhallar sem eigi að ýta því verkefni hratt og örugglega af stað.

Í vor skrifuðu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkurborgar undir viljayfirlýsingu um byggingu nýrrar þjóðarhallar.

Slíkar viljayfirlýsingar eru ekki nýjar af nálinni en árið 1988 skrifaði ríkisstjórnin undir viljayfirlýsingu um að halda HM í handbolta hér á landi sem lofaði að hér yrði reist ný stærri keppnishöll.