Ein­ar Árni Jó­hanns­son hef­ur samið við körfuboltadeild Hatt­ar á Eg­ils­stöðum og mun Einar Árni stýra karlaliði félagsins ásamt Viðari Erni Haf­steins­syni.

Þetta kemur fram á blaðamannafundi sem Höttur hélt í dag en liðið féll úr úr­vals­deild karla á dög­un­um.

Ein­ar Árni kemur til Hattar eftir að hafa stýrt karlaliði Njarðvíkur frá 2018. Auk þess að hafa þjálfað karlalið Njarðvík­ur áður frá árinu 2004 til 2007 og svo aftur árið 2010 til 2014 hefur hann einnig verið við stjórnvölinn hjá karlaliðum Breiðabliks og Þórs Þorlákshafnar.

Þar áður þjálfari Ein­ar Árni kvennalið Njarðvíkur tímabilið 1996 til 1997 og 2001 til 2003. Hann gerði karlalið Njarðvík­ur að Íslands­meist­ur­um árið 2006 og var val­inn þjálf­ari árs­ins árið 2007.