Mi­cah Par­sons, varnar­tröll frá Dallas Cow­boys, er væntan­legur hingað til lands í vor þar sem hann og Andre Cisco, varnar­maður Jack­son­vil­le Jagu­ars, halda nám­skeið fyrir ung­menni í amerískum ruðningi. Þrátt fyrir ungan aldur og að vera að ljúka öðru tíma­bili sínu í NFL-deildinni hefur Par­sons stimplað sig inn sem einn besti varnar­maður deildarinnar.

„Þetta er ekkert smá nafn að fá hingað. Allir sem fylgjast með NFL-deildinni þekkja þetta nafn. Ég hlakka rosa­lega til að vera í kringum hann og hlusta á hann,“ segir Úlfar Jóns­son, leik­maður og þjálfari hjá Ein­herjum, en hann kemur að skipu­lagningu nám­skeiðsins.

„Hann er einn besti varnar­maður deildarinnar og Cisco er byrjunar­liðs­maður hjá Jagu­ars. Við hrukkum í kút þegar við heyrðum af á­huga þeirra á að halda þetta nám­skeið hérna á Ís­landi. Þeir sem standa á bak við þetta halda ár­lega sumar­búðir í Evrópu, oftast í Þýska­landi, Dan­mörku og Finn­landi þar sem í­þróttin nýtur meiri vin­sælda, en í­þróttin fer stækkandi hér á landi. Svo hjálpar það okkur að þekkja rit­stjóra American Foota­ll International sem hefur verið dug­legur að skrifa um okkur undan­farin ár og hjálpað okkur að koma liðinu okkar á fram­færi.“

At­hygli vekur að nám­skeiðin eru fyrir ung­linga.

„Þetta getur reynst gríðar­lega mikil­vægt. Við erum bara með á­kveðna reynslu en þarna kemur maður sem varð stjarna strax í há­skóla­boltanum. Við erum með efni­lega ung­linga sem eru að horfa á mögu­leikann á að fara út á skóla­styrk og jafn­vel komast að í NFL-deildinni einn daginn og þetta gæti reynst dýr­mætt í þessari veg­ferð.“

Úlfar segir að þarna verði um leið þjálfarar frá há­skólum sem opni mögu­leikann á að ís­lenskir leik­menn komist á skóla­styrk.

„Þarna eru líka að koma þjálfarar frá mennta­skólum og há­skólum í Banda­ríkjunum, það gefur þessum strákum meiri sýni­leika. Það er komin heil­mikil eftir­vænting hjá yngri kyn­slóðinni að bíða eftir þessu.“