Russell Westbrook, leikmaður Houston Rockets, er smitaður af COVID-19 sjúkdómnum. Frá þessu greindi körfuboltakappinn á Instagram-síðu sinni í dag.

Ráðgert er að NBA-deildin hefjist að nýju eftir 12. daga, eða þann 30. júlí næstkomandi. Deildin hefur verið í dvala síðan 11. mars síðastliðinn og mikil óvissa ríkt um hvernig ætti að klára mótið vegna heimsfaraldursins.

Í byrjun júní var síðan ákveðið að 22 efstu liðin af þeim þrjátíu sem spila í deildinni myndu leika í sérstöku móti sem færi fram í Disney-skemmtigarðinum í Orlando. Þar munu leikmennirnir vera í hálfgerði einangrun á meðan mótið klárast.

Westbrook, sem um árabil hefur verið ein skærasta stjarna NBA-deildarinnar, greindi frá því að hann hefði greinst með smitið rétt fyrir brottför Rockets til Orlando. Hann sagðist vera við góða heilsu og dveldi nú í einangrun. „Ég hlakka til þess að hitta liðsfélaga mína aftur þegar ég fæ grænt ljós til þess," sagði Westbrook í Instagram-færslunni.

View this post on Instagram

.

A post shared by Russell Westbrook (@russwest44) on