Ásdís skrifaði harðorða stöðuuppfærslu í gær þar sem hún gagnrýnir Rafíþróttasamtök Íslands, Íslandsstofu og Dag B. Eggertsson vegna rafíþróttamótsins sem fer fram hér á landi í vor.

Búið er að legja Laugardalshöllina undir rafíþróttamótið Mid-Season Invitationals í League of Legends en von er á 400 einstaklingum að utan sem dveljast hér á landi í rúman mánuð vegna mótsins.

Fyrir vikið hefur fremsta frjálsíþróttafólk landsins ekki lengur aðgang að Laugardalshöll en Freyr Ólafsson, framkvæmdarstjóri FRÍ, sagði í samtali við Fréttablaðið að þetta ástand kristallaði bágborna aðstöðu íþróttarinnar í borginni.

Í færslu Ásdísar slær hún því fram að hún geti ekki haft hljótt lengur enda séu um 900 einstaklingar á öllum aldri sem hafi enga æfingaaðstöðu lengur. Það skuli því litið til þess þegar árangur Íslendinga í frjálsum íþróttum á ÓL og ÓL fatlaðra verði skoðaður.

Færslu Ásdísar má lesa hér fyrir neðan.

Þetta er ein mesta vanvirðing við frjálsar íþróttir sem ég hef orðið vitni að og hef ég nú séð ýmislegt á mínum 20 ára...

Posted by Ásdís Hjálms Annerud on Thursday, 4 March 2021