Þorsteinn Halldórsson gerir eina breytingu á milli leikja og kemur Sandra Sigurðardóttir aftur inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn mikilvæga gegn Tékklandi í dag.

Sandra tekur stöðu Cecilíu Ránar Rúnarsdóttur sem byrjaði fyrsta keppnisleik sinn gegn Hvít-Rússum.

Það þýðir að Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði liðsins undanfarin ár, er á varamannabekknum og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir er með fyrirliðabandið í hennar fjarveru.

Leikurinn er afar mikilvægur þar sem jafntefli fer langt með að tryggja Ísland í umspil fyrir HM 2023 að hið minnsta og sigur innsiglar umspilssætið endanlega.