Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu hefur valið landsliðshóp Íslands fyrir umspil um laust sæti á HM 2023 sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi en Ísland mun annað hvort mæta Belgíu eða Portúgal í umspilinu.

Aðeins ein breyting er gerð á milli landsliðsverkefna hjá íslenska landsliðinu. Agla María Albertsdóttir kemur inn í hópinn eftir meiðsli og kemur í stað Sifjar Atladóttir sem hefur lagt landsliðsskóna á hilluna.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er enn frá vegna meiðsla og tekur því ekki þátt í verkefninu.