Theodór Sigurbjörnsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið sem mætir Litháen í seinni leik liðanna um sæti á HM 2019 í kvöld.

Theodór tekur sæti Ragnars Jóhannssonar í íslenska hópnum.

Theodór varð Íslands-, bikar og deildarmeistari með ÍBV í vetur og hefur verið einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár.

Fyrri leikur Íslands og Litháen endaði með jafntefli, 27-27. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.