Handbolti

Ein breyting á íslenska hópnum

Guðmundur Guðmundsson hefur gert eina breytingu á íslenska landsliðinu sem mætir því litháíska í kvöld.

Theodór er mikil markamaskína. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari

Theodór Sigurbjörnsson hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðið sem mætir Litháen í seinni leik liðanna um sæti á HM 2019 í kvöld.

Theodór tekur sæti Ragnars Jóhannssonar í íslenska hópnum.

Theodór varð Íslands-, bikar og deildarmeistari með ÍBV í vetur og hefur verið einn allra besti leikmaður Olís-deildarinnar undanfarin ár.

Fyrri leikur Íslands og Litháen endaði með jafntefli, 27-27. Leikurinn í kvöld hefst klukkan 20:00.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Sigur á Þýskalandi kom Íslandi áfram

Handbolti

Strákarnir nálgast undanúrslit með sigri á Þjóðverjum

Handbolti

Haukur markahæstur eftir riðlakeppnina

Auglýsing

Nýjast

HK aftur á sigurbraut í kvöld

Hannes og fé­lagar úr leik í Meistara­deildinni

Ramos skaut á Klopp: Vantaði af­sökun fyrir tapinu

Mark Bale gegn Liverpool kemur ekki til greina sem mark ársins

Albert til AZ Alkmaar

Segja að Shaqiri hafi hafnað Man United í sumar

Auglýsing