Mikkel Han­sen segist eiga erfitt með þá stað­reynd að hann muni enda tíma sinn hjá franska hand­knatt­leiks­liðinu PSG meiddur og utan vallar. Han­sen greindist fyrr á árinu með blóð­tappa í lungum en sem betur fer var hann aldrei í lífs­hættu.

Han­sen var í löngu og ítar­legu við­tali við franska miðilinn L'Equ­i­pe sem TV2 Sport gerði skil á en sökum þessarar ó­væntu at­burðar­rásar varð fljótt ljóst að hann myndi ekki spila fleiri leiki fyrir PSG en hann er á leið til danska liðsins Aal­borg Hand­boll í sumar.

,,Þegar að það rann upp fyrir mér að ég gæti ekki spilað fleiri leiki fyrir PSG varð ég mjög svekttur og átti mjög erfitt með mig á þeim tíma­punkti. Það voru margir sem sögðu mér að ég væri heppinn að vera enn á lífi og geta stundað hand­bolta á­fram en þegar að maður er at­vinnu­maður í í­þróttum hugsar maður ekki þannig. Þetta fé­lag hefur verið hluti af mínu lífi í tíu ár og það er erfitt að láta utan­að­komandi á­stæður á­kveða enda­lok mín hjá PSG," sagði Han­sen í sam­tali við L'Equ­i­pe.

Frá því að hann var greindur með blóð­tappa hefur Han­sen verið settur á blóð­þynnandi lyf og við­búið er að það muni taka hann að minnsta kosti hálft ár að snúa aftur inn á hand­bolta­völlinn.