Stjórn félagsins ákvað í gær að reka Solskjær úr starfi eftir 4-1 tap gegn Watford á útivelli. Solskjær hefur verið stjóri United í tæp þrjú ár, hann byrjaði vel í starfi en í haust hefur hallað hressilega undan fæti.

Stjórn United skoðar nú næstu skref en Zinedine Zidane og Brendan Rodgers eru mest orðaðir við starfið.

The Times segir að Veronique sé ekki spennt fyrir því að flytja til Englands. Nýtur hún lífsins í Madríd þar sem hjónin hafa lengi búið.

Zidane er samkvæmt sömu frétt spenntur fyrir því að taka við en Joel Glazer sem öllu ræður vill Zidane til starfa.