City Football Group, sem meðal annara félaga á Englandsmeistara Manchester City, hefur keypt enn eitt félagið. Nú hefur félagið keypt 80% hlut í ítalska B-deildarfélaginu Palermo.

Palermo varð gjaldþrota árið 2019 og var fellt niður í D-deild. Nú er félagið hins vegar komið alla leið upp í næstefstu deild. Félagið er sögufrægt og hefur oft leikið í efstu deild ítalska boltans.

Á síðustu leiktíð komst Palermo upp úr ítölsku C-deildinni.

Auk þess að eiga Man City og Palermo á City Football Group New York City í Bandaríkjunum, Melbourne FC í Ástralíu, Yokohama í Japan, Montevido City í Úrúgvæ, Girona á Spáni, Sichuan Jiuniu í Kína, Mumbai City FC í Indlandi, Lommel í Belgíu, Troyes í Frakklandi og Club Bolivar í Bólivíu.