Um fátt annað er rætt nú í morgun heldur en at­vikið á Óskars­verð­laununum í nótt þegar Will Smith sló Chris Rock fyrir mis­heppaðan brandara um Jadu Pin­kett Smith.

Jada Pin­kett Smith er með sjálf­sof­næmis­sjúk­dóm sem veldur hár­losi.Chris Rock gerði grín að henni og líkti henni við G.I. Joe. Will Smith tók illa í það og sló hann uppi á sviði. Því næst öskraði hann á hann.

„Loksins var það þess virði að horfa á Óskarinn. Chris Rock er með góða höku," sagði White. Oft er talað um að bardagakappi sé með góða kinn ef hann getur tekið við höggum.