Um fátt annað er rætt nú í morgun heldur en atvikið á Óskarsverðlaununum í nótt þegar Will Smith sló Chris Rock fyrir misheppaðan brandara um Jadu Pinkett Smith.
Jada Pinkett Smith er með sjálfsofnæmissjúkdóm sem veldur hárlosi.Chris Rock gerði grín að henni og líkti henni við G.I. Joe. Will Smith tók illa í það og sló hann uppi á sviði. Því næst öskraði hann á hann.
„Loksins var það þess virði að horfa á Óskarinn. Chris Rock er með góða höku," sagði White. Oft er talað um að bardagakappi sé með góða kinn ef hann getur tekið við höggum.