Bandaríski fjárfestirinn Todd Boehly sem keypti á dögunum enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea er með augastað á að kaupa fleiri knattspyrnufélög í Evrópu sem gætu nýst Chelsea.

Boehly sem á hlut í körfuboltaliðinu Los Angeles Lakers og hafnaboltaliðinu Los Angeles Dodgers, keypti Chelsea af Roman Abramovich á dögunum.

Fjárfestirinn sér möguleika í því að geta sent yngri leikmenn úr herbúðum Chelsea á láni í aðrar deildir.

„Við höfum talað um að eignast fleiri félög og þá helst í samkeppnishæfum deildum í Evrópu. Red Bull hefur gert vel með Leipzig og Salzburg sem eru bæði í Meistaradeild Evrópu.“