Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti knattspyrnumaður Íslands frá upphafi og fyrrum þjálfari karlalandsliðsins, virðist gefa lítið fyrir yfirlýsingu Guðmundar Benediktssonar, íþróttafréttamanns og faðir Alberts Guðmundssonar, leikmanns Genoa.
„Stoppum aðeins!!! Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!! Hvaða andsk rugl🤬🤬 Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna😂 Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…..“ skrifar Eiður í færslunni
Þótt að hann minnist ekki á nein nöfn má fullyrða að þarna sé Eiður að vitna í deilur Arnars Þórs Viðarssonar, Alberts sem Guðmundur blandaði sér í fyrr í dag.
Stoppum aðeins!!!
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) March 17, 2023
Er bara einn af mínum drengjum í A-landsliði karla í fótbolta??!!
Hvaða andsk rugl🤬🤬
Bara smá pabbarant en allavega er uppáhalds barnið mitt þarna😂 Ég allavega mæti ekki nema að ég byrji inná…..
Eins og fjallað var um á Fréttablaðinu í dag gaf Guðmundur út yfirlýsingu þar sem hann sagði frá sinni hlið í deilu Alberts og Arnars Þórs Viðarssonar, landsliðsþjálfara.
Í yfirlýsingunni sakaði Guðmundur landsliðsþjálfarann um leikþátt og að hann væri orðinn þreyttur á að lesa endalausar árásir Arnars í garð sonar síns.