Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er til skoðunar hjá knattspyrnudeild FH að segja upp samningi Eiðs Smára Guðjohnsen sem þjálfara liðsins. Heimildir Fréttablaðsins herma einnig að ástæðan fyrir því að starf hans sé nú til skoðunar sé vegna meints ölvunaraksturs hans.

Heimildir Fréttablaðsins herma að æðstu stjórnendur Fimleikafélagsins hafi nú í morgunsárið rætt alvarlega stöðu félagsins og hvort þjálfari liðsins þurfi að víkja.

FH er í fallsæti í Bestu deild karla þegar fjórir leikir eru eftir. Eiður Smári tók við þjálfun liðsins í júní ásamt Sigurvini Ólafssyni.

Ekkert hefur gengið né rekið eftir að Eiður og Sigurvin tóku við af Ólafi Jóhannessyni. Liðið mætir Leikni á sunndag sem er stigi fyrir ofan FH og er í öruggu sæti.

Í Kaplakrika er staða liðsins til umræðu þessa stundina en ekki náðist í hæstráðrendur þar við vinnslu fréttarinnar. Búist er við frekari tíðindum þegar líður á daginn.