Egypska knattspyrnusambandið sendi inn opinbera kvörtun til Alþjóðaknattspyrnusambandsins og afríska knattspyrnusambandsins vegna framkvæmd leiks Egyptalands og Senegal í Dakar í gær.

Senegal hafði betur gegn Egyptalandi í vítaspyrnukeppni á heimavelli sem kom Senegal áfram í lokakeppni HM í Katar en Egyptar sitja eftir með sárt ennið.

Egyptar urðu fyrir aðkasti á leið sinni á völlinn þegar liðsrúta þeirra var grýtt af stuðningsmönnum Senegal.

Í útsendingunni frá Dakar kom greinilega í ljós að stuðningsmenn Senegal voru að notast við leisigeisla til að trufla leikmenn Egyptalands frá fyrstu mínútu þar til að leiknum lauk.

Þá sáust borðar með niðrandi skilaboðum um Mohamed Salah, fyrirliða Egyptalands á vellinum og voru leikmenn Egyptalands grýttir þegar þeir gengu af velli.