Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH, staðfestir þetta í samtali við Stundina. Hann hefur haft beint samband við lögmenn bæði Eggerts og Arons Einars. Hann segist ekki vita til þess að leikmennirnir tveir hafi verið kærðir né hvort lögreglurannsókn sé í gangi. „Hver segir að það sé lögreglurannsókn í gangi? Í fyrsta lagi veit hvorki þú né ég hvort þessir menn hafi verið kærðir, enda áhöld um hvort búið sé að kæra. Það skulum við fyrst hafa á hreinu," segir Viðar Halldórsson, formaður aðalstjórnar FH í samtali við Stundina.

Viðar sat í landsliðsnefnd KSÍ þegar umrætt atvik á að hafa átt sér stað. Hann segist ekki ætla saka neinn um að vera að ljúga enda geti hann það ekki. ,,Ég get það ekki. Ég var ekki þarna, Ég var í Kaupmannahöfn en ég var ekki á staðnum," segir Viðar, formaður aðalstjórnar FH í samtali við Stundina

Eggert Gunnþór á að baki 21 A-landsleik fyrir Íslands hönd. Hann lék síðast með landsliðinu árið 2019 er Ísland gerði 2-2 jafntefli á útivelli gegn Svíþjóð.