Eggert Aron Guðmundsson, leikmaður Stjörnunnar í fótbolta, skoraði annað mark U-19 ára liðs danska liðsins FC Köbenhavn þegar liðið gerði 2-2 jafntefli gegn norska liðinu Molde í úrslitaleik í meistarakeppni U-19 ára liða Skandínavíu á Marbella á Spáni í dag.

Molde fór að lokum með sigur af hólmi í leiknum eftir vítaspyrnukeppni.

Eggert Aron hefur verið við æfingar og keppni hjá FCK síðasta mánuðinn um það bil og æft með unglingaliði og aðalliði FC Köbenhavn. Þessi upphaldi Stjörnumaður stimplaði sig inn í þennan leik með góðu marki.

Með U-19 ára liði FC Köbenhavn leikur Orri Steinn Óskarsson sem hefur raðað inn mörkum fyrir liðið síðan hann kom þangað frá Gróttu. Orri Steinn var ekki með í leiknum í dag vegna smávægilegra meiðsla.

Þá leika Ísak Bergmann Jóhannesson, Andri Fannar Baldursson, Hákon Arnar Haraldsson með aðalliði félagsins.