Það var eftir Ólympíu­leikana í Tókýó árið 2021, þar sem Abi Burton var liðs­maður lands­liðs Bret­lands í rug­by, sem henni fannst eitt­hvað vera að. Liðið rétt missti af verð­launa­sæti á mótinu og í kjöl­farið tók Abi eftir breytingu í hegðun sinni.

Breytingarnar lýstu sér í því að hún varð meira niður­dregin en áður og fann fyrir orku­leysi. Henni var á­vísað þung­lyndis­lyfjum.

„Það fyrsta sem fólki dettur í hug þegar að maður lýsir þessum ein­kennum er að and­lega heilsan sé ekki í lagi,“ segir Abi í við­tali við BBC.

Fór að sýna af sér árásargjarna hegðun

Tíminn leið en þann 15. júní á síðasta ári dró til tíðinda. Það var þá sem Abi fékk floga­kast í fyrsta skipti, hún var metin og síðar út­skrifuð af sjúkra­húsi, sagt að þetta hún gæti fengið annað floga­kast en að þetta gæti einnig verið hennar fyrsta og eina kast.

Hegðun hennar átti hins vegar eftir að breytast mikið í kjöl­farið.

„Ég fór úr því að vera feimin og lítil­lát manneskja, yfir í að sýna mjög á­rásar­gjarna hegðun í garð for­eldra minna, syst­kina og jafn­vel hundsins okkar.“

Hegðun Abi varð verri og verri með tímanum, það varð til þess að dag­legt líf gekk ekki sinn vana­gang hjá henni. Hún fékk fleiri floga­köst og var í kjöl­farið rang­lega metin af læknum sem töldu hana hafa farið í geð­rof af völdum streitu.

Abi er þekkt fyrir sín afrek í rugby, hún spilaði sinn fyrsta landsleik aðeins 18 ára
Fréttablaðið/GettyImages

Töldu hana vera í geðrofi

Á­kveðið var að leggja hana inn á Field­head, geð­sjúkra­húsið í Wa­kefi­eld þar sem hún eyddi 26 dögum.

„Mamma og pabbi þurftu eigin­lega bara að leyfa þeim að taka mig og vona að þeir gætu hjálpað mér. Ég get ekki í­myndað mér hversu hræði­legt þetta hefur verið fyrir þau.“

Hegðun Abi, á meðan að hún var vistuð á Field­head, hélt á­fram að versna.

„Í grunninn var ég í með­ferð vegna geð­rofs en læknar úti­lokuðu þó ekki sjálf­sof­næmis­sjúk­dóm, hins vegar var ég ekki metin með til­liti til þess.“

Allt tók óvænta stefnu

Það var ekki fyrr en læknir úr rann­sóknar­teymi, er sneri að sjálf­sof­næmis­sjúk­dómum, setti sig í sam­band við föður Abi eftir að hafa farið yfir gögn um hana, sem hlutirnir fóru að þróast í rétta átt.

„Hann tók föður minn tali og sagði við hann: ´Ég held að dóttir þín sé að þjást af ein­hverju líkam­legu, ekki and­legu´.“

Abi var í kjöl­farið látin gangast undir rann­sóknir þar sem að það kom í ljós að hún væri að þjást af sjálf­sof­næmis­heila­bólgu. Í öðrum orðum var ó­næmis­kerfið í líkama Abi að ráðast á heila hennar.

Eftir greininguna var Abi flutt yfir á annað sjúkra­hús.

„Ég var á­skorun fyrir föður minn hvern einasta dag vegna þess að hann var að reyna koma í veg fyrir að ég sýndi af mér á­rásar­gjarna hegðun í garð annarra.“

Vill stuðla að vitundarvakningu

Dvölin á sjúkra­húsinu gekk ekki á­falla­laust fyrir sig og fól meðal annars í sér til­raun Abi til þess að strjúka.

„Ég ruddi nokkrum ein­stak­lingum úr vegi mínum á sjúkra­húsinu þegar að ég reyndi að sleppa út úr álmunni sem ég var vistuð í, ég tæklaði einnig tvo öryggis­verði.“

Fjöl­skylda Abi þurfti síðan að taka þá erfiðu á­kvörðun að láta setja hana í dá svo hún gæti fengið plasma­skipti. Abi lá í dái í meira en þrjár vikur og fékk lungna­bólgu tvisvar á þeim tíma.

Er hún vaknaði gat hún hvorki gengið né talað, þá hafði hún misst rúm ní­tján kíló.

Rugby leikmenn vita hversu erfitt það getur verið að stöðva Abi
Fréttablaðið/GettyImages

Með­ferðin bar þó árangur en Abi átti fyrir höndum langt endur­hæfinga­ferli. Hún segist syrgja þann tíma sem hún missti af til þess að stunda ást­ríðu sína, rug­by, en er þó með­vituð um það hvað hefði gerst ef hún hefði á endanum ekki verið greind með sjálf­sof­næmis­heila­bólgu.

Hún vill nýta sína reynslu til þess að vekja at­hygli á sjálf­sof­næmis­heila­bólgu og ber von til þess að engin þurfi að ganga í gegnum það sem hún þurfti að ganga í gegnum.

Abi sneri aftur til rug­by æfinga í síðasta mánuði eftir margra mánaða endur­hæfingu.

„Það hefði getað farið svo að ég hefði aldrei verið greind með þennan sjúk­dóm. og ég hefði geta dáið ef svo hefði orðið. Það er erfitt að í­mynda sér þá út­komu.“