KR-ingur Björgvin Stefánsson, sem lýsti leik Hauka og Þróttar R. í beinni útsendingu á Youtube-rás Hauka í kvöld, viðhafði kynþáttaníð í útsendingunni. Björgvin sagði lét eftirfarandi ummæli falla eftir atvik sem upp kom milli Haukamannsins Arnars Aðalsgeirssonar og Þróttarans Archange Nkumu. „Þetta er það sem ég er alltaf að segja. Það er svo stutt í villi­mann­seðlið hjá svarta mann­in­um.“

Nkumu er dökkur á hörund en hann hefur leikið hér á landi í nokkur ár.

Athygli var vakin á ummælunum á Twitter. Í kjölfarið sendi Björgvin frá sér yfirlýsingu þar sem hann baðst afsökunar á orðum sínum. Þau lýsi engan veginn afstöðu hans til þeirra sem séu dökkir á hörund frekar en annarra minnihlutahópa. „Ég gerðist sek­ur um hrap­alegt dómgreind­ar­leysi og biðst inni­legr­ar af­sök­un­ar á þess­um heimsku­legu um­mæl­um mín­um.“

Hér má sjá afsökunarbeiðni Björgvins.

Hér fyrir neðan má heyra ummæli Björgvins í lýsingunni.