Fótbolti

Eftir­sóttasti mið­vörður heims ekki á förum í janúar

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt segist ekki vera á förum í janúar þrátt fyrir að öll stærstu lið heims séu áhugasöm um 19. ára varnarmanninn.

Miðvörðurinn ungi sló í gegn í Þjóðadeildinni við hlið van Dijk. Fréttablaðið/Getty

Hollenski miðvörðurinn Matthijs de Ligt segist ekki vera á förum í janúar þrátt fyrir að öll stærstu lið heims séu áhugasöm um nítján ára varnarmanninn.

Þrátt fyrir ungan aldur nálgast de Light hundrað leiki fyrir Ajax og hefur leikið þrettán leiki í vörn Hollands þar sem hann myndaði öflugt miðvarðapar með Virgil Van Dijk.

Hann steig fyrstu skref sín með Ajax fyrir tveimur árum síðan og lék í úrslitaleik Evrópudeildarinnar aðeins sautján ára gamall.

Þá var hann valinn efnilegasti leikmaður Evrópu (e. Golden Boy) um áramótin og talið er að það þurfi að greiða hátt upp í hundrað milljónir punda fyrir hann.

Manchester City og Barcelona hafa helst verið nefnd til sögunnar sem næsti áfangastaður hans en de Light sagðist í viðtali við Planet Futbol að hann myndi klára tímabilið með Ajax.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fótbolti

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fótbolti

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Auglýsing