Þorgerður Anna Atladóttir skrifaði í gærkvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hún gerir upp erfiða baráttu við meiðsli á ferlinum í ljósi þess að hún væri hætt í handbolta í bili.

Á hún að baki 23 leiki fyrir hönd Íslands og var um tíma í atvinnumennsku hjá í Noregi, Danmörku og með Leipzig í Þýskalandi. Varð hún Íslandsmeistari með Stjörnunni og Val ásamt því að leika á EM og HM fyrir Íslands hönd. 

Segir hún í pistlinum að hún hafi inn á milli á síðustu árum átt frábæra tíma inn á handboltavellinum en þá hafi aldrei verið langt í næsta áfall. Komi tækifæri á því að snúa aftur muni hún skoða það en nú sé kominn tími á að taka sér pásu.

Hefur hún farið í átta aðgerðir á undanförnum fjórum árum og segist loksins ætla að hlusta á lækna, líkama og sál í pistlinum sem lesa má í heild sinni hér.

Kemur hún úr mikilli handboltafjölskyldu en bróðir hennar, Arnór Atlason og pabbi, Atli Hilmarsson, eiga báðir yfir hundrað leiki fyrir Íslands hönd.