Handbolti

„Eftir átta aðgerðir ætla ég að hlusta á líkamann“

Þorgerður Anna Atladóttir skrifaði í gærkvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hún gerir upp erfiða baráttu við meiðsli á ferlinum í ljósi þess að hún væri hætt í handbolta í bili.

Þorgerður í einum besta leik sínum fyrir Stjörnuna á síðasta tímabili þegar hún skoraði sjö mörk. Fréttablaðið/Eyþór

Þorgerður Anna Atladóttir skrifaði í gærkvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hún gerir upp erfiða baráttu við meiðsli á ferlinum í ljósi þess að hún væri hætt í handbolta í bili.

Á hún að baki 23 leiki fyrir hönd Íslands og var um tíma í atvinnumennsku hjá í Noregi, Danmörku og með Leipzig í Þýskalandi. Varð hún Íslandsmeistari með Stjörnunni og Val ásamt því að leika á EM og HM fyrir Íslands hönd. 

Segir hún í pistlinum að hún hafi inn á milli á síðustu árum átt frábæra tíma inn á handboltavellinum en þá hafi aldrei verið langt í næsta áfall. Komi tækifæri á því að snúa aftur muni hún skoða það en nú sé kominn tími á að taka sér pásu.

Hefur hún farið í átta aðgerðir á undanförnum fjórum árum og segist loksins ætla að hlusta á lækna, líkama og sál í pistlinum sem lesa má í heild sinni hér.

Kemur hún úr mikilli handboltafjölskyldu en bróðir hennar, Arnór Atlason og pabbi, Atli Hilmarsson, eiga báðir yfir hundrað leiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Frakkar stungu af í seinni hálfleik

Handbolti

Rússar færast nær langþráðu EM-gulli

Handbolti

Ljóst hvaða liðum Ísland getur mætt í HM umspilinu

Auglýsing

Nýjast

Útisigrar í báðum leikjum kvöldsins

Valur stöðvaði sigurgöngu Keflavíkur

Gylfi og Sara Björk knatt­spyrnu­fólk ársins

Hópur valinn fyrir lokahnykkinn í undankeppni EM

Benitez valinn stjóri mánaðarins í nóvember

Sara saxaði á efstu keppendur í fyrstu þraut dagsins

Auglýsing