Handbolti

„Eftir átta aðgerðir ætla ég að hlusta á líkamann“

Þorgerður Anna Atladóttir skrifaði í gærkvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hún gerir upp erfiða baráttu við meiðsli á ferlinum í ljósi þess að hún væri hætt í handbolta í bili.

Þorgerður í einum besta leik sínum fyrir Stjörnuna á síðasta tímabili þegar hún skoraði sjö mörk. Fréttablaðið/Eyþór

Þorgerður Anna Atladóttir skrifaði í gærkvöld pistil á heimasíðu sína þar sem hún gerir upp erfiða baráttu við meiðsli á ferlinum í ljósi þess að hún væri hætt í handbolta í bili.

Á hún að baki 23 leiki fyrir hönd Íslands og var um tíma í atvinnumennsku hjá í Noregi, Danmörku og með Leipzig í Þýskalandi. Varð hún Íslandsmeistari með Stjörnunni og Val ásamt því að leika á EM og HM fyrir Íslands hönd. 

Segir hún í pistlinum að hún hafi inn á milli á síðustu árum átt frábæra tíma inn á handboltavellinum en þá hafi aldrei verið langt í næsta áfall. Komi tækifæri á því að snúa aftur muni hún skoða það en nú sé kominn tími á að taka sér pásu.

Hefur hún farið í átta aðgerðir á undanförnum fjórum árum og segist loksins ætla að hlusta á lækna, líkama og sál í pistlinum sem lesa má í heild sinni hér.

Kemur hún úr mikilli handboltafjölskyldu en bróðir hennar, Arnór Atlason og pabbi, Atli Hilmarsson, eiga báðir yfir hundrað leiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Selfoss á toppinn

Handbolti

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Handbolti

Barcelona komið í úrslit á HM

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Bolt ekki á leiðinni til Möltu

Haukur og Dagur í hópi vonarstjarna Evrópu

Auglýsing