Félögin í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu karla hafa samþykkt nýjar reglur hvað varða skiptingu á alþjóðlegum tekjum sem koma til vegna deildarinnar. Reglurnar koma til framkvæmda að ári liðnu eða fyrir keppnistímabilið 2019/2020. 

Reglurnar taka eingöngu sem til alþjóðlegra sjónvarpstekna og eiga ekki við um tekjur sem koma til af sjónvarpréttinum innan Bretlandseyja. 

Nýverið var samið um upphæð alþjóðlega sjónvarpsréttarins og útdeildingu til félaganna á alþjóðlegum sjónvarpstekjum. 

Samþykkt var hins vegar í dag að þær tekjur sem koma umfram þá fjárhæð sem fram kemur í samnningnum deilist á félögin eftir því í hvaða sæti þau lenda. 

Eins og staðan er núna deilast allar tekjur sem enska úrvalsdeildinn skapar þannig til félaganna að félagið sem hafnar í efsta sæti fær 16% meira en liðið í neðsta sæti. 

Þegar nýju reglurnar taka gildi getur þessi munur mestur orðið 18%. Munurinn á efsta sæti og því neðsta hvað varðar alþjóðlegar sjónvarpstekjur eykst því um 20 prósentustig að hámarki.