KKÍ tilkynnti í dag að efstu deildir karla- og kvenna í körfubolta yrðu nefndar Subway-deildirnar næstu árin en KKÍ og Subway komust að samkomulagi um þetta.

Undanfarin níu ár hefur Domino's verið einn helsti styrktaraðili deildarinnar og nafn deildarinnar eftir því en því samkomulagi er nú lokið.

Í tilkynningu frá KKÍ segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, að þau taki fagnandi við nýju nafni.

„Subway hefur verið góður bakhjarl KKÍ áður og hefur stutt vel við bakið á körfuknattleikshreyfingunni undanfarin ár, en núna er bætt hressielga vð og Subway orðinn einn af aðal bakhjörlum íslensks körfubolta.“