HM 2018 í Rússlandi

„Ef við slökum aðeins á erum við ekki alveg nógu góðir“

Kári Árnason segir að íslenska liðið verði alltaf að vera í fimmta gír til að ná góðum úrslitum. Hann segir að búið sé að fara vel yfir vináttulandsleikina gegn Noregi og Gana.

Kári ræðir við blaðamenn fyrir æfingu íslenska landsliðsins í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Þetta hefur verið upp á 10 og ekki yfir neinu að kvarta. Hótelið er fínt og æfingasvæðið frábært. Það er allt til alls,“ sagði Kári Árnason fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Kabardinka í dag, þá þriðju eftir komuna til Rússlands.

Framundan er leikur gegn Argentínu á laugardaginn en það er fyrsti leikur Íslands á HM frá upphafi.

„Við verðum að vera 100%. Í vináttulandsleikjunum fyrir HM sýndum við að ef við slökum aðeins á erum við ekki alveg nógu góðir. En þegar við erum á fullu, eins og í fyrri hálfleiknum gegn Gana, þá völtuðum við yfir þá. En svo slökuðum við á í seinni hálfleik og féllum of langt frá þeim,“ sagði Kári.

„Við vorum með góðan fund í gær þar sem við fórum yfir leikina hér heima og það sem mætti betur fara. Þessir leikir gáfu okkur mikið. Það er langt síðan menn spiluðu, ég og fleiri. Það var mikilvægt að fá mínútur,“ sagði Kári sem skoraði fyrra mark Íslands gegn Gana.

Kári á æfingunni í dag. Fréttablaðið/Eyþór

Á EM fyrir tveimur árum mættu Íslendingar Cristiano Ronaldo og félögum hans í portúgalska landsliðinu í fyrsta leik. Núna bíða Lionel Messi og sóknarher Argentínumanna Íslendinga í fyrsta leik á HM.

„Það verður örugglega stress í byrjun og mikið um langa bolta fyrstu mínútur. Við verðum að spila á okkar styrkleikum, vera þéttir til baka og fá ekki á okkur mark snemma leiks. Svo verðum við beita skyndisóknum,“ sagði Kári. Að hans sögn er engin töfralausn til að stöðva Messi.

„Ef við myndum vita leynitrixið værum við sennilega á öðrum stað í fótbolta. Það er ekkert hægt að stoppa hann en við erum með ýmsar hugmyndir um hvernig við ætlum að vinna þetta. Svo verður það bara að koma í ljós hvort það gangi,“ sagði Kári að lokum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

HM 2018 í Rússlandi

BBC: Aðeins tveir með hærri einkunn en Hannes

HM 2018 í Rússlandi

Wilshere að yfirgefa Arsenal eftir sautján ár

HM 2018 í Rússlandi

Góð byrjun Rússa heldur áfram

Auglýsing

Nýjast

Sport

Zlatan í næsta Body Issue tímariti ESPN

HM 2018 í Rússlandi

Segir ekki ósætti innan þýska landsliðsins

HM 2018 í Rússlandi

Aftur byrjaði Senegal á sigri

Enski boltinn

Arsenal að kaupa þýskan markvörð

HM 2018 í Rússlandi

Blatter væntan­legur til Rúss­lands: Sér tvo leiki

HM 2018 í Rússlandi

Neymar haltraði af æfingu

Auglýsing