Stefán Jakobs­son, söngvari Dimmu var gestur í sér­stöku UFC horni Í­þrótta­vikunnar með Benna Bó þar sem spáð var í spilin fyrir UFC bar­daga kvöldsins milli Gunnars Nel­son og Bry­an Bar­berena

Stefán verður í O2 höllinni í Lundúnum í kvöld þegar að Gunnar stígur inn í búrið og mætir Bry­an Bar­berena á bar­daga­kvöldi UFC. Stefán er mikill á­huga­maður um UFC, sér í lagi þegar að Gunnar er að keppa.

„Það sem ég reyni að gera í að­draganda bar­dagans, þar sem ég er nú enginn sér­fræðingur í þessu en spái mikið í þetta, er að horfa og lesa öll við­töl við Gunnar. Ég er búinn að skoða við­töl við hann og lýst vel á Gunnar. Mér finnst hann slakur og flottur í þeim við­tölum, hann lýtur vel út og þá er hann vel stemmdur bæði líkam­lega og and­lega.“

Það sé góð breyting frá síðustu bar­dögum hans.

„Ég veit að hann var ekki vel stemmdur í bar­daganum sem hann tapaði fyrir bar­dagann gegn Takashi Sato í fyrra, þá gegn Gil­bert Burns og fyrir það hafði hann tapað gegn nú­verandi meistaranum Leon Edwards. Þetta eru engir aumingjar sem hann hefur verið að tapa fyrir og þá tapaði hann á klofinni dómara­á­kvörðun gegn Edwards.“

Allt sem Stefán tengir við Gunnar líkam­lega og and­lega finnst honum vera í topp­standi.

Stefáni lýst vel á and­stæðing Gunnars í kvöld, Banda­ríkja­manninn Bry­an Bar­berena.

„Hann er mjög skemmti­legur, eigin­lega alveg frá­bær. Bar­berena er mikill sveita­lúði, fjöl­skyldu­maður einnig og ef hann væri ekki að fara berjast við Gunnar þá væri þetta minn maður.“
Bry­an elski að slást.

„Þá erum við að tala um svona leðju­slag, högg fyrir högg þar til ein­hver dettur í gólfið. Hann hefur barist við mikið af svo­leiðis mönnum og að sama skapi ekki barist við mikið af mönnum eins og Gunnar.“

Bry­an og Gunnar eru með svipaðan árangur á at­vinnu­manna­ferlum sínum í MMA.

„Báðir hafa þeir mætt ríkjandi meistaranum Leon Edwards og Bar­berena var ná­lægt því að klára hann. Þetta er því al­vöru maður sem Gunnar er að fara mæta, en ég held samt sem áður að hann henti Gunnari vel. Ég held að hann henti Gunnari vel vegna þess hversu mikið hann slær frá sér. Gunnar heldur sér frá honum kemst undir höggin hans og ætti að geta tekið hann niður í gólfið og hengt hann.“

Við­talið við Stebba Jak um komandi bar­daga Gunnars Nel­son í UFC má sjá í heild sinni hér fyrir neðan: