Serena Williams mun binda enda á feril sinn sem atvinnukona í tenns eftir opna bandaríska meistaramótið sem hefst síðar í mánuðinum. Hún segir fjölskyldu sína vera meginástæðuna fyrir því að hún lætur gott heita núna. Hún segir fjögurra ára dóttur sína, Olympiu vilja verða stóra systir. Hún myndi ekki þurfa hætta tennisiðkun ef hún væri karlmaður.

,,Trúið mér, ég hef aldrei viljað að þurfa velja milli tennis og fjölskyldunnar. Ég tel það ekki réttlátt. Ef ég væri karlmaður, þá væri ég ekki að skrifa þetta vegna þess að ég gæti farið og spilað tennis á meðan að konan mín væri heima að sinna líkamlega hlutanum sem felst í því að stækka fjölskyldu."

Hún segir að ef hún væri karlmaður gæti hún tekið Tom Brady á þetta en sá þekkti NFL leikstjórnandi hefur farið í gegnum 22 leiktíðir á sínum ferli. Hann hafði ákveðið að hætta en snerist síðan hugur. Tom Brady á þrjú börn.

,,Ekki misskilja mig, ég elska að vera kona og naut hverrar stundar þegar að ég var ófrísk af Olympiu," hún segist hins vegar ekki vilja verða ófrísk á ný sem atvinnukona í íþróttum. Hún átti sig á því að glugginn fyrir sjálfa sig til þess að verða barnshafandi á ný er að lokast.

,,Fyrst ég þarf að velja milli mín og fjölskyldu minnar, þá vel ég það síðarnefnda," segir Serena Williams í tímariti Vogue