Íslenski bardagakappninn Gunnar Nelson laut í lægra haldi fyrir Bretanum Leon Edwards í búrinu í London um kvöld. Edwards var á heimavelli. Leikurinn var í þremur lotum og tapaði Gunnar á stigum þar sem hvorugur gaf hinum rothögg.

Leikurinn var æsispennandi, en Edwards sigraði fyrstu tvær loturnar með nokkrum yfirburðum. Í síðustu lotunni þegar lítið var eftir af leiknum náði Gunnar Edwards loksins niður, en það var of seint og tíminn rann út. Litlu munaði þó, þar sem einn dómari dæmdi Gunnari í hag en hinir tveir Edwards. 

Gunnar fékk nokkuð slæmt högg á andlitið í miðjum leiknum og stórsér á honum eftir högg andstæðingsins. 

Sjá einnig: Komið að næsta stóra prófi Gunnars

Fréttin hefur verið uppfærð.