MMA

Edwards sigraði Gunnar í London

Gunnar Nelson laut í lægra haldi fyrir breska bardagakappanum Leon Edwards í London í kvöld.

Edwards vann fyrstu tvær loturnar. Í þeirri þriðju náði Gunnar honum niður, en það var bara of seint. Fréttablaðið/Getty

Íslenski bardagakappninn Gunnar Nelson laut í lægra haldi fyrir Bretanum Leon Edwards í búrinu í London um kvöld. Edwards var á heimavelli. Leikurinn var í þremur lotum og tapaði Gunnar á stigum þar sem hvorugur gaf hinum rothögg.

Leikurinn var æsispennandi, en Edwards sigraði fyrstu tvær loturnar með nokkrum yfirburðum. Í síðustu lotunni þegar lítið var eftir af leiknum náði Gunnar Edwards loksins niður, en það var of seint og tíminn rann út. Litlu munaði þó, þar sem einn dómari dæmdi Gunnari í hag en hinir tveir Edwards. 

Gunnar fékk nokkuð slæmt högg á andlitið í miðjum leiknum og stórsér á honum eftir högg andstæðingsins. 

Sjá einnig: Komið að næsta stóra prófi Gunnars

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Í annarri lotu kýldi Edwards Gunnar niður. Fréttablaðið/Getty

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

MMA

Komið að næsta stóra prófi Gunnars

Mma

Gunnar náði vigt

MMA

Gunnar léttir sig fyrir bardagann á morgun

Auglýsing

Nýjast

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Stórleikur hjá Söru Björk gegn Lyon í dag

Heimir og Aron Einar sameinaðir á ný í Katar

Auglýsing