Ed Woodward hefur sagt upp störfum sem stjórnar­for­maður enska knatt­spyrnu­fé­lagsins Manchester United. Sky sjón­varps­stöðin greindi frá þessu rétt í þessu.

Woodward hefur gegnt stöðunni undan­farin átta ár og stóð til að hann myndi hætta í sumar. Leiða má líkur að því að hann segi nú upp vegna deilna um ofur­deildina svo­kölluðu, en ekkert hefur verið gefið upp enn sem komið er.

Áður hefur Frétta­blaðið greint frá því að Chelsea og Manchester City hafi á­kveðið að hætta við á­form sín um að vera stofn­fé­lagar að deildinni ó­vin­sælu. Frekari upplýsingar eiga eftir að berast en breskir miðlar segja að líkurnar á því að hinir ensku klúbbarnir dragi sig einnig úr ofurdeildinni aukist með hverri mínútu sem líður.