Heimir Guðjónsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs FH í knattspyrnu á nýjan leik. Frá þessu var greint á blaðamannafundi í Kaplakrika í kvöld þar sem fjölmenni var samankomið. Heimir gerir þriggja ára samning við FH.

Heimir snýr því aftur til félagsins sem hann gerði á sínum tíma fimm sinnum að Íslandsmeisturum.

Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs var í Kaplakrika í kvöld og hann birtir myndskeið af blaðamannafundinum í Kaplakrika þar sem Heimi var klappað lof í lófa.

Þá staðfesti Davíð Þór Viðarsson, yfirmaður knattspyrnumála hjá FH að Eiður Smári Guðjohnsen myndi ekki snúa aftur til félagsins.

Eiður Smári steig til hliðar úr starfi þjálfara karlaliðs FH í nýafloknu tímabili vegna persónulegra ástæðna.

Davíð segir FH hafa átt samtal við Eið Smára þar sem þetta hefði orðið niðurstaðan.

Það bíður Heimis stórt verkefni í Kaplakrika en FH var í fallbaráttu á nýafloknu tímabili en tókst að halda sæti sínu í deildinni á markatölu.

Heimir snýr því aftur til félagsins í allt annarri stöðu en hann er vanur.