Umboðsmaður og bróðir Paulo Dybala, Gustavo Dybala, segir að bróðir hans muni að öllum líkindum yfirgefa Juventus í sumar. Dybala spilaði 28 leiki í vetur og skoraði aðeins fimm mörk og lagði upp fjögur. Hlutverk hans hefur breyst mikið síðan sjálfur Cristiando Ronaldo mætti á svæðið.

„Það er líklegt að hann fari. Hann þarf á breytingu að halda. Ég get ekki sagt hvert en auðvitað er staða hans þannig að hann þarf breytingu. Hann verður ekki sá eini sem fer frá Juventus í sumar,“ sagði bróðirinn en Dybala hefur verið orðaður við Manchester United.

Ítalski miðillinn Tuttosport greindi frá því í gær að Manchester-liðið hefði fundað með fjölskyldunni undanfarinn mánuð. Dybala er metinn á um 100 milljónir punda.