Einn kylfingur fékk hjartaáfall á vellinum, viðbrögð Nicholson voru mjög snör, hann náði í hjartastuðtæki sem er til staðar á vellinum og náði ásamt meðspilurum kylfingsins að koma honum í stöðugt ástand.

Sagt er frá málinu á samfélagsmiðlum Gullane golfklúbbsins en Nicholson var á dögunum heiðraður fyrir hetjulegt afrek sitt.

Samkvæmt tilkynningu frá golfklúbbnum er kylfingurinn sem fékk hjartaáfall á batavegi, hann vill hvetja aðra golfklúbba til þess að sjá til þess að starfsfólk hljóti viðeigandi þjálfun í fyrstu hjálp sem og að hjartastuðtæki séu til staðar á öllum golfvöllum.