Drengjalandsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri vann 1-0 sigur á Írlandi og komst því aftur á beinu brautina eftir 0-5 skell í síðasta leik liðsins.

Íslenska liðið er því með níu stig eftir fjóra leiki og hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína.

Sveinn Aron Guðjohnsen skoraði eina mark leiksins af vítapunktinum undir lok fyrri hálfleiks og dugði það íslenska liðinu til.

Með því varð Ísland fyrsta liðið til að vinna Írana sem voru búnir að vinna Ítalíu og Svíþjóð til þessa.

Næsti leikur íslenska liðsins er gegn Ítalíu þann 16. nóvember næstkomandi.