Íslenska drengjalandsliðið skipað leikmönnum undir 21 árs aldri fékk erfiðan riðil þegar dregið var í riðla fyrir HM á Spáni í sumar.

Mótið hefst þann 16. júlí næstkomandi og eru 24 lið sem taka þátt.

Ísland er í riðli með Þýskalandi, Noregi, Danmörku, Argentínu og Chile.

Þjálfarar liðsins eru þeir Einar Andri Einarsson og Sigursteinn Arndal.