Það hvort að egóið hjá Cristiano Ronaldo myndi verða til þess að hann myndi leggja sig minna fram og hætta að skora mörk fyrir Manchester United er ein af spurningunum sem Martin Samuel, blaðamaður Daily Mail telur að Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United þurfi að finna svarið við.

Samuel birti pistil á Daily Mail um ástandið hjá Manchester United og nýjustu vendingar í máli leikmanns félagsins, Cristiano Ronaldo sem vill leita á önnur mið og spila í Meistaradeild Evrópu.

,,Þrá Ronaldos um að spila fyrir félag sem er í Meistaradeild Evrópu er eitthvað sem hinn nýráðni knattspyrnustjóri hefði viljað vera án en það er líka eitthvað sem hann þarf að takast á við,“ skrifar Martin Samuel í pistli á Daily Mail.

Hann segir að ef Ten Hag vilji að Ronaldo verði áfram en að á endanum fari leikmaðurinn muni knattspyrnustjórinn sýnast veikburða.

,,Ef hann stígur niður fæti strax og endar uppi með fúlann Ronaldo gæti það verið hrikalegt fyrir Manchester United.“

Erik ten Hag er á sínu fyrsta undirbúningstímabili sem knattspyrnustjóri Manchester United
Fréttablaðið/GettyImages

Þarf að láta hlutina ganga upp

Samuel segir að þrátt fyrir sín vandkvæði megi ekki taka eitt af Ronaldo. ,,Hann er enn mesti markaskorari félagsins. Jafnvel þó að Ten Hag tækist að blása lífi í Rashford mun hann ekki komast á par við Ronaldo.“

,,Ten Hag þarf að láta hlutina ganga upp með Ronaldo, annars mun félagið vera eftirá. Það er svosem hægt að segja að sú sé staðan nú þegar því Ronaldo mætti ekki á sína fyrstu æfingu á undirbúningstímabilinu vegna ‘fjölskyldulegra ástæðna.‘

Það er mat Samuels að þessi staða myndi alltaf koma upp. ,,Nafnið Manchester United er bara ekki nóg lengur. Bestu nútímaleikmennirnir hugsa um ferilinn og afrek, ekki bara penging og treyjuna. Peningarnir eru allsstaðar núna. Það borga hann allir.“

,,Manchester United? Félagið er Evrópudeildarfélag alveg jafn mikið og Meistaradeildarfélag. Í síðustu fimm skiptin sem félagið hefur tekið þátt í Evrópukeppni er staðan 3-2 fyrir Evrópudeildinni á móti Meistaradeildinni.“

Þetta sé það sem Ronaldo horfi meðal annars til.

,,Ronaldo hefur aldrei sparkað í bolta í Evrópudeildinni. Guð einn má vita hver viðbrögðin hefðu orðið ef Manchester United væri í Sambandsdeildinni.“

Samuel segir að hlutirnir verði að breytast hjá Manchester United.

,,Fyrir félagið er komið að uppgjöri. Manchester United getur ekki haldið áfram sem þetta meðalmennsku félag. Styrktaraðilar munu kannski ekki yfirgefa félagið en leikmenn munu gera það.“

Í auga stormsins

Máli sínu til varnar bendir Martin Samuel á Darwin Nunez sem ákvað að ganga til liðs við erkifjendurna í Liverpool frekar en Manchester United.

,,Liverpool hefur meira aðdráttarafl, United getur ekki keppt við þá. Liverpool hefur ekki misst af Meistaradeildarsæti síðustu fimm tímabil og hafa í þeim skiptum farið þrisvar í úrslitaleikinn.“

Liverpool hefur meira aðdráttarafl
GettyImages

Svipaða hluti megi segja um Manchester City ig Chelsea hvað Evrópukeppnir varðar. ,,Það er ekki furða að Ronaldo telji sig hafa gengið til liðs við rangt félag.“

Samuel segir að þó þetta líti út fyrir að vera enn ein deilan á milli ósátts leikmanns og félags sem vilji að hann virði samning sinn sé þetta stærra en það.

,,Þetta mál hittir beint í kjarna þess sem United var og það sem félagið er núna. Ronaldo bjóst aldrei við því að endurkoma á Old Trafford myndi verða til þess að hann spilaði í Evrópudeildinni.“

,,Að sama skapi bjóst United aldrei við því að það að vera hjá Manchester United myndi ekki vera nóg til þess að fullnægja þörfum Ronaldo.“

,,Ten Hag er í auga stormsins. Við óskum honum góðs gengis en hann þarf að bæta ástandið eða byrja á þungum ósigri.“