Dregið verður í umspilið fyrir HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi í dag og kemur þá í ljós hverjir andstæðingar Íslands verður í umspilinu og hvar leikurinn fer fram þann 11. október næstkomandi.'

Íslenska liðið fær reyndar ekki að vita endanlega hver andstæðingurinn verður fyrr en 6. október þegar fyrsti hluti umspilsins fer fram.

En Stelpurnar okkar fá að vita hvaða einvígi á að fylgjast með þar sem sigurvegari þess einvígis mætir Íslandi fimm dögum síðar.

Eftir grátlegt tap gegn Hollendingum á þriðjudaginn varð ljóst að Ísland færi í umspilið fyrir HM. Ef Ísland vinnur leikinn 11. október eru Stelpurnar okkar komnar á HM í fyrsta sinn.

Þurfi þær vítaspyrnukeppni til þess að vinna leikinn gætu þær þurft að fara í annað umspil en tap gerir út um möguleikana.

Sviss, Ísland og Írland fara á annað stig umspilsins með góðum árangri í riðlakeppninni.

Andstæðingarnir ráðast af því hvaða lið fara áfram úr fyrsta stigi umspilsins þar sem Austurríki, Belgía, Bosnía, Portúgal, Skotland og Wales keppa um þrjú sæti.

Af þessum átta þjóðum hefur íslenska kvennalandsliðið mætt sjö þeirra. A-landslið kvenna hefur aldrei mætt Bosníu Hersegóvínu í leik.

Annað stig umspilsins ( sæti á heimslista)

Sviss (21)

Ísland (14)

Írland (26)

Fyrsta stig umspilsins - þrjú lið fara áfram ( sæti á heimslista)

Austurríki (20)

Belgía (19)

Bosnía (63)

Portúgal (27)

Skotland (23)

Wales (30)