Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni HM í knattspyrnu í dag klukkan 16:00 að íslenskum tíma.

Ísland er ekki með að þessu sinni en mótið fer fram í Katar yfir vetrartímann.

Af 32 þátttökuþjóðum eru 29 búin að tryggja sér farseðilinn en þrjú sæti eru enn til boða í umspilsleikjum sem fara fram síðar á þessu ári.

Að vanda eru heimamenn í fyrsta styrkleikaflokk og leika nýliðar Katars opnunarleik HM þann 21. nóvember næstkomandi.

Fyrsti styrkleikaflokkur:

Katar

Brasilía

Belgía

Frakkland

Argentína

England

Spánn

Portúgal

Annar styrkleikaflokkur:

Mexíkó

Bandaríkin

Holland

Þýskaland

Danmörk

Úrúgvæ

Sviss

Króatía

Þriðji styrkleikaflokkur:

Senegal

Íran

Japan

Marokkó

Serbía

Pólland

Suður-Kórea

Túnis

Fjórði styrkleikaflokkur:

Kanada

Kamerún

Ekvador

Sádi-Arabía

Gana

Skotland/Úkraína/Wales

Ástralía/Sameinuðu arabísku Furstadæmin/Perú

Kosta Ríka/Nýja Sjáland