UEFA staðfesti í dag að dregið yrði í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á mánudaginn en samkvæmt styrkleikaröðun evrópska knattspyrnusambandsins er Breiðablik í öðrum styrkleikaflokk.

Þetta er í fyrsta sinn sem keppt er í sextán liða riðlakeppni þar sem átta lið komast áfram á næsta stig keppninnar.

Blikar eru því í styrkleikaflokki með stórveldunum Lyon, Wolfsburg og Arsenal og fyrir ofan félög á borð við Juventus, Hoffenheim og Real Madrid.

Svo gæti farið að Karólína Lea Vilhjálmsdóttir, leikmaður Bayern, mæti aftur á sinn gamla heimavöll gegn Breiðablik og mæti þá um leið föður sínum, Vilhjálmi Kára Haraldssyni sem stýrir Blikum.

Um leið gæti Breiðablik mætt nýkrýndum Evrópumeisturum Barcelona eða silfurliði síðasta tímabils, Chelsea í fyrsta styrkleikaflokk. Fjórða liðið í fyrsta styrkleikaflokk er PSG sem mætti Blikum fyrir tveimur árum.

Fyrsti styrkleikaflokkur:
Barcelona

Paris Saint-Germain

Bayern Munchen

Chelsea

Annar styrkleikaflokkur:

Lyon

Wolfsburg

Breiðablik

Arsenal

Þriðji styrkleikaflokkur:

Häcken

Juventus

Hoffenheim

Real Madrid

Fjórði styrkleikaflokkur:

Zhytlobud Kharkiv

Servette Chenois

Köge

Benfica