Dregið verður í riðla í Meistaradeild Evrópu klukkan 16:00 í dag.

Í fyrsta styrkleikaflokki eru sigurvegarar sex sterkustu deilda Evrópu, Evrópumeistararnir (Real Madrid) og Evrópudeildarmeistararnir (Atlético Madrid).

Liverpool, sem komst alla leið í úrslitaleikinn á síðasta tímabili, er í 3. styrkleikaflokki og gæti því lent í ansi erfiðum riðli. Manchester City er í efsta styrkleikaflokki og Manchester United og Tottenham í öðrum.

Inter er svo væntanlega það lið úr 4. styrkleikaflokki sem önnur vilja sleppa við að mæta.

Riðlakeppnin hefst 18. september og lýkur 12. desember.

Styrkleikaflokkarnir:

1. styrkleikaflokkur: 
Real Madrid, Atletico Madrid, Barcelona, Bayern München, Manchester City, Juventus, Paris Saint-Germain, Lokomotiv Moskva 

2. styrkleikaflokkur: 
Borussia Dortmund, Porto, Manchester United, Shakhtar Donetsk, Benfica, Napoli, Tottenham, Roma 

3. styrkleikaflokkur: 
Liverpool, Schalke, Lyon, Mónakó, CSKA Moskva Ajax, PSV Eindhoven, Valencia 

4. styrkleikaflokkur: 
Viktoria Plzen, Club Brugge, Galatasaray, Young Boys, Inter, Hoffenheim, Rauða stjarnan, AEK Aþena