Möguleikar íslenska landsliðsins í körfubolta eru úr sögunni þrátt fyrir þriggja stiga sigur liðsins gegn Georgíu í undankeppninni í dag. Leikið var í Tiblísi í Georgíu
Íslenska landsliðið þurfti að minnsta kosti fjögurra stiga sigur til þess að tryggja sér HM-sætið sökum þess að þá myndi liðið hafa yfirhöndina gegn Georgíu á innbyrðis viðureignum.
Eftir afar jafnan leik fór svo að Ísland vann þriggja stiga sigur, 80-77 á Georgíu í dag og var liðið því einu stigi frá því að tryggja HM sætið.
Georgía er því eitt þeirra liða í riðli Íslands sem hefur tryggt sér farseðil á HM, að auki fara Ítalía og Spánn áfram úr riðlinum.