Á vef­síðu The At­hletic á dögunum birtist grein um unga stuðnings­menn Liver­pool sem höfðu farið með fjöl­skyldum sínum í dra­um­ferðina til Parísar þar sem ætlunin var að sjá Liver­pool etja kappi við Real Madrid í úr­slita­leik Meistara­deildar Evrópu. Sú drauma­ferð snerist hins vegar upp í mar­tröð líkt og hinn níu ára gamli Car­los Clemente greinir frá.

,,Ég hélt að ein­hvers­konar sprengja hefði sprungið. Ég var hræddur vegna þess að ég gat ekki andað eðli­lega, þetta er eitt­hvað sem ég hafði aldrei upp­lifað áður. Hver stóð á bak­við þetta? Pabbi sagði lög­reglan og ég varð enn hræddari vegna þess að ég taldi lög­regluna alltaf eiga að hjálpa fólki." 

Fresta þurfti úr­slita­leiknum milli Liver­pool og Real Madrid um 36. mínútur eftir að lög­reglu­yfir­völd í París kvörtuðu undan marg­menni fyrir utan völlinn og notuðust við tára­gas til að reyna að halda aftur af að­dá­endum. Margir stuðnings­menn Liver­pool komust aldrei inn á Stade de France til þess að horfa á úr­slita­leikinn og Evrópska knatt­spyrnu­sam­bandið hefur beðið stuðnings­menn af­sökunar á því að hafa þurft að upp­lifa ó­reiðu í líkingu við þá sem gerði vart um sig þetta kvöld í París. 

Fyrir utan Stade de France þetta umrædda kvöld
Fréttablaðið/GettyImages

Nokkrum vikum fyrir úr­slita­leikinn færði pabbi Car­losar honum þær fréttir að þeir væru komnir með miða á úr­slita­leikinn. Car­los lýsir þeirri stundu sem spennandi, einni af bestu stundum lífs hans til þessa. Hins vegar mun úr­slita­leikurinn milli Liver­pool og Real Madrid hins vegar fylgja honum um ó­komna tíð og það vegna slæmrar reynslu. 

Car­los var einn af þeim sem lög­reglan beitti tára­gasi á. ,,Ég skildi ekki al­menni­lega hvað hafði átt sér stað fyrr en pabbi sagði mér það nokkrum dögum seinna. Ég setti Liver­pool trefilinn minn yfir vitin, góð kona kom síðan til mín með and­lits­grímu og vatn. Mér sveið svo í augun og grét mikið." 

Ein tára­gas­sprengjan lenti fyrir framan föður Car­losar. ,,Hann datt og ég varð hræddur, vildi bara komast heim til mömmu."

Car­los er að­eins einn af þeim fjöl­mörgu krökkum sem var í stuðnings­manna­skaranum sem lög­reglan beitti tára­gasi gegn þetta um­rædda kvöld. Rætt er við fleiri í grein The At­hletic um málið. 

Viðurkenna mistök

Didi­er Lallement, yfir­­­maður lög­­reglunnar í París hefur viður­­kennt að utan­­um­hald em­bættisins á úr­­slita­­leik Meistara­­deildar Evrópu í síðasta mánuði hafi ekki verið nógu gott og í raun mis­heppnast. 

Hann segir jafn­­framt að tölur sem gefnar voru út um að í kringum 30-40 þúsund ein­staklingar hefðu mætt miða­lausir til Parísar ættu ekki við vísinda­­leg rök að styðjast.

Lög­reglan beitti tára­gasi til þess að hafa hemil á mann­fjöldanum sem var saman­kominn fyrir utan Stade de France og Didi­er segir það hafa verið rétt við­­brögð.

,,Við notuðum það og ég var sam­þykkur því. Þetta var eina leið okkar til þess að ýta mann­fjöldanum frá án þess að ganga á móti honum. Það hefðu verið stór mis­tök að gera það síðar­­nefnda."