Enski boltinn

Draumabyrjun hjá Liverpool

Liverpool rúllaði yfir West Ham, 4-0, á Anfield í dag. Þá gerðu Southampton og Burnley markalaust jafntefli.

Mané byrjar tímabilið af krafti. Fréttablaðið/Getty

Sadio Mané skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann 4-0 sigur á West Ham á Anfield í dag. Frábær byrjun hjá Rauða hernum sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Mohamed Salah, markakóngur síðasta tímabils, kom Liverpool yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Andrew Robertson. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Mané annað mark Liverpool eftir undirbúning James Milner.

Mané skoraði öðru sinni á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Firmino. Markið hefði þó ekki átt að standa því Senegalinn var rangstæður er hann fékk boltann.

Á 88. mínútu skoraði Daniel Sturridge fjórða og síðasta mark Liverpool, mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 87 mínúturnar. Fréttablaðið/Getty

Southampton og Burnley gerðu markalaust jafntefli á St. Mary's Stadium.

Varnarleikurinn var aðalsmerki Burnley á síðasta tímabili og liðið byrjar þetta tímabil á svipuðum nótum.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli á 87. mínútu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Brighton lagði Man.Utd að velli

Enski boltinn

Agüero kominn upp að hlið Fowler

Enski boltinn

Chelsea vann Arsenal í fjörugum leik

Auglýsing

Nýjast

Haukur valinn bestur á EM

Kennie tryggði KR sigur gegn KA

Íslenska liðið varð að sætta sig við silfur

Öll þrjú synda til úrslita síðdegis

Rúnar Alex og félagar eru með fullt hús stiga

Róbert vann silfur og setti Íslandsmet

Auglýsing