Enski boltinn

Draumabyrjun hjá Liverpool

Liverpool rúllaði yfir West Ham, 4-0, á Anfield í dag. Þá gerðu Southampton og Burnley markalaust jafntefli.

Mané byrjar tímabilið af krafti. Fréttablaðið/Getty

Sadio Mané skoraði tvö mörk þegar Liverpool vann 4-0 sigur á West Ham á Anfield í dag. Frábær byrjun hjá Rauða hernum sem er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar.

Mohamed Salah, markakóngur síðasta tímabils, kom Liverpool yfir á 19. mínútu eftir sendingu frá Andrew Robertson. Þegar tvær mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma í fyrri hálfleik skoraði Mané annað mark Liverpool eftir undirbúning James Milner.

Mané skoraði öðru sinni á 53. mínútu eftir sendingu frá Roberto Firmino. Markið hefði þó ekki átt að standa því Senegalinn var rangstæður er hann fékk boltann.

Á 88. mínútu skoraði Daniel Sturridge fjórða og síðasta mark Liverpool, mínútu eftir að hafa komið inn á sem varamaður.

Jóhann Berg var í byrjunarliði Burnley og lék fyrstu 87 mínúturnar. Fréttablaðið/Getty

Southampton og Burnley gerðu markalaust jafntefli á St. Mary's Stadium.

Varnarleikurinn var aðalsmerki Burnley á síðasta tímabili og liðið byrjar þetta tímabil á svipuðum nótum.

Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliði Burnley en var tekinn af velli á 87. mínútu.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Enski boltinn

Doherty hetja Úlfanna gegn Newcastle

Enski boltinn

Tottenham aftur upp fyrir nágrannaliðin

Enski boltinn

Chelsea fyrsta liðið til að vinna City í vetur

Auglýsing

Nýjast

Njarðvíkingar með fimm sigra í röð

Öruggur Vals­sigur í Reykja­víkurs­lagnum gegn Fram

Segja Björn Daníel hafa samþykkt tilboð frá FH

Róbert Ísak raðar inn titlum

Heimir mættur til Katar

Gunnar sigraði and­stæðinginn al­blóðugan

Auglýsing