Handbolti

Dramatískur sigur Selfyssinga

Tryggðu sér sigur á ÍBV með því að skora síðustu þrjú mörk leiksins.

Elvar Örn Jónsson var markahæstur Selfyssinga með níu mörk. Fréttablaðið/Eyþór

Selfoss vann dramatískan sigur á ÍBV, 30-28, í Hleðsluhöllinni í kvöld. Selfyssingar hafa unnið báða leiki sína eftir að keppni í Olís-deildinni hófst á ný eftir áramót.

Þegar ellefu mínútur voru eftir var Selfoss þremur mörkum undir, 24-27. Heimamenn tryggðu sér sigurinn með því að vinna lokakaflann 6-1. Þeir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins. Selfoss er í 3. sæti deildarinnar með 22 stig.

Eyjamenn voru lengst af með yfirhöndina en fóru illa að ráði sínu á lokasprettinum. Þeir eru í 6. sæti deildarinnar með 13 stig.

Elvar Örn Jónsson skoraði níu mörk fyrir Selfoss og Haukur Þrastarson fimm. Markverðir liðsins voru aðeins tvö skot samtals í leiknum en það kom ekki að sök.

Dagur Arnarsson og Kári Kristján Kristjánsson skoruðu sex mörk hvor fyrir ÍBV.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Handbolti

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Handbolti

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Handbolti

Bikartvíhöfði á Selfossi í kvöld

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Firmino tæpur vegna veikinda

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing