Hinn 22 ára gamli Donnarumma var að keppa á sínu fyrsta stórmóti og var ein af stjörnum mótsins sem hluti af ógnarsterkri vörn Ítala.

Hann varði tvær vítaspyrnur af fimm í kvöld. Þá skaut Marcus Rashford í stöng og nýtti England því aðeins tvær af fimm vítaspyrnum sínum í kvöld.

Donnarumma var um leið hetja Ítala í undanúrslitaleiknum þegar hann varði vítaspyrnu Alvaro Morata og sá til þess að Ítalir fóru áfram í úrslitaleikinn.

Heilt yfir fékk Donnarumma á sig þrjú mörg í venjulegum leiktíma í sjö leikjum og tvö mörk til viðbótar í framlengingu.

Markvörðurinn er samningslaus þessa dagana en von er á því að hann verði kynntur sem leikmaður PSG á næstu dögum.