NBA

Doncic skráir sig í sögubækur NBA

Slóvenska undrabarnið hefur ritað nafn sitt í sögu NBA-deildarinnar.

Luka Doncic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í vetur. Fréttablaðið/Getty

Luka Doncic skoraði 28 stig og var stigahæstur í liði Dallas Mavericks sem vann Portland Trail Blazers, 102-101, í NBA-deildinni í nótt.

Doncic hefur slegið í gegn með Dallas í vetur. Slóvenski nýliðinn er stigahæstur í liði Dallas með 20,8 stig að meðaltali í leik.

Doncic hefur alls skorað 1101 stig í vetur. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu NBA, 19 ára og yngri, sem skorar 1100 stig fyrir Stjörnuleikinn. Slóveninn verður ekki tvítugur fyrr en 28. febrúar.

Atlanta Hawks valdi Doncic með þriðja valrétti í nýliðavali síðasta árs en skipti honum til Dallas fyrir Trae Young og valrétt í nýliðavalinu 2019. Áður en Doncic kom til Dallas var hann í lykilhlutverki hjá Real Madrid á Spáni.

Í 53 leikjum í vetur er Doncic með 20,8 stig, 7,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali. Hann þykir líklegastur til að verða valinn Nýliði ársins.

Hér fyrir neðan má sjá brot af helstu tilþrifum Doncic í vetur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Lið LeBron vann Stjörnuleikinn - myndbönd

NBA

Westbrook bætti stigamet Gary Payton í nótt

NBA

LeBron með hæstu tekjurnar í NBA

Auglýsing

Nýjast

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Firmino tæpur vegna veikinda

Auglýsing