Donald Trump hefur valdið úlfúð á samfélagsmiðlum eftir að myndband af honum á golfvelli birtist. Þar var Bandaríkjaforsetinn fyrrverandi ekki að fara eftir reglum.

Nokkrir golfarar ráku upp stór augu þegar þeir sáu sjálfan Donald Trump bruna um á golfbíl nýlega.

Það sem meira er keyrði Trump golfbílnum inn á flötina, sem er stranglega bannað.

Hann lét sér þó fátt um finnast og gerði það samt. Trump náðist hins vegar á myndband.

Það er óhætt að segja að netverjar hafi látið Trump heyra það á samfélagsmiðlum í kjölfarið.

Myndband af þessu má sjá hér að neðan.