Landsréttur hefur staðfest dóm héraðsdóms Reykjavíkur yfir Andres ‘Manga’ Escobar, sem lék með Leikni Reykjavík síðasta sumar.

Fyrr á þessu ári var Escobar dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir kynferðisbrot. Kólumbíumaðurinn afrýjaði dómnum en nú hefur hann verið staðfestur.

Escobar var dæmdur fyrir að hafa þann 19. september brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Stendur sá dómur eftir niðurstöðu Landsréttar í dag.

Manninum er gert að greiða brotaola 1,8 milljónir króna í bætur og rúma 3,1 milljón alls í kostnað vegna málsins.

Esocbar er þrítugur en hann kom til Leiknis með öfluga ferilskrá sem knattspyrnumaður en skilaði litlu. Hann hafnar því að hafa brotið kynferðislega á konunni en segist hafa átt samræði við hana.

Lesa má úrskurðinn í heild hér.